Smíði Profile sjúkrabifreiða

Eins og fram kom í fréttum okkar í byrjun október 2003 var það ætlun okkar að leyfa ykkur að fylgjast með smíði og innréttingu bílanna en við töldum svo eftir á að lítill áhugi væri á að sjá slíkar myndir heldur væri fróðlegra að sjá hvernig þeir líta út. Hér koma myndir af bifreiðum á lokastigi en þær fara í skip á morgun og eru væntanlegar til landsins þann 12. nóvember. Smíði þeirra var í höndum Profile Vehicles OY í Finnlandi en þeir framleiða um 250 til 300 sjúkrabifreiðar á ári.

Smíðatíminn var aðeins um tveir mánuðir frá því að undirvagnar komu til þeirra. Við þökkum Ræsi umboðsmanni Mercedes Benz á Íslandi fyrir verulega góða þjónustu við að sjá um útbúnað undirvagns, koma bifreiðunum til Finnlands ofl.

Það er von okkar að þessir gerð sjúkrabíla fái jákvæðar viðtökur og reynist vel við það erfiða starf sem starf sjúkraflutningsmanna er. Að vinnuaðstaða verði betri en í bifreiðum til þessa og að vélarkraftur sé sambærilegur og þeir þoli þá áraun sem til er ætlast.

 

Profile sjúkrabifreiðar
Hér er hægri hliðin þar sem hliðarhurðir eru tvískiptar. Á bifreiðunum er ný gerð af Ferno viðvörunarljósum.

Profile sjúkrabifreiðar
Hér sést hægri hlið að innan. Eins og sést þá er klæðning heilsteypt og í gólfi er plata til að forðast slit á gólfdúk undir börum. Innrétting í hurð heilsteypt.

Profile sjúkrabifreiðar

Hér sést vinstri hlið að innan. Sama er hér upp á teninginn. Allt heilsteypt. Skápar og hurðir.

Profile sjúkrabifreiðar

Hér sést betur hægri hlið að utanverðu.

Profile sjúkrabifreiðar

Hér sést beint inn að aftan. Pláss og skipulag. Sjáið frágang í lofti.